ÍR er búið að vekja okkur aftur 9. apríl 2008 14:38 Magnús Þór Gunnarsson Mynd/Stefán Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15. Dominos-deild karla Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir hans menn óhressa með frammistöðu sína eftir fyrsta leikinn við ÍR og gaf í dag út aðvörun til andstæðinga liðsins í samtali við Vísi. ÍR hefur komið nokkuð á óvart í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar og fylgdi eftir sigrinum á Íslandsmeisturum KR með því að vinna Keflvíkinga í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á dögunum. Magnús Þór var vitanlega ekki kátur með tapið og að vera búinn að missa heimavallarréttinn yfir til Breiðhyltinga. "Það voru bara lykilmenn í liðinu sem mættu ekki til leiks og þar er ég meðtalinn. Það auðvitað gengur ekki í svona leik. Þó við séum með gott lið, verðum við allir að spila vel til að vinna. Þetta gerðist sem betur fer í fyrsta leik og það er nóg eftir af þessu einvígi. Við þessir sem gátum ekki neitt í fyrsta leiknum verðum bara betri í kvöld - við verðum allir góðir í kvöld," sagði Magnús ákveðinn í samtali við Vísi. Við spurðum Magnús hvort lið ÍR hefði komið Keflvíkingum á óvart með leik sínum. "Ég get nú ekki sagt það, við þekkjum þessa stráka vel, en ég held að við höfum meira komið okkur sjálfum á óvart með það hvað við vorum lélegir. Það sannaðist að ef menn mæta ekki tilbúnir í þetta, þá bara tapa þeir. En við ætlum að leiðrétta það í kvöld," sagði Magnús. Hann vill meina að pressan sé enn á ÍR þó liðið hafi náð að landa sigri í fyrsta leiknum. "Þeir verða auðvitað að vinna í kvöld, því ef þeir gera það ekki erum við komnir aftur með heimavallarréttinn. Ég get líka lofað því að við töpum ekki öðrum leik í Keflavík í þessari úrslitakeppni. Það kemur ekkert lið til Keflavíkur og vinnur og heldur að það komist upp með það. Þeir vöktu okkur með svipuðum hætti í úrslitakeppninni árið 2005 og nú eru þeir búnir að gera það aftur," sagði Magnús. Þegar pressað var á Magnús fékkst hann til að viðurkenna að frammistaða ÍR í úrslitakeppninni hefði komið sér nokkuð á óvart. "Já, ég held að þeir hafi komið flestum nokkuð á óvart nema kannski sjálfum sér. Þeir spiluðu vel á móti KR og börðust vel. Þeir hafa tví sem þeir eru að gera. KR reyndar spilaði ekki vel á móti þeim í þriðja leiknum, rétt eins og við á móti þeim síðast, en á meðan voru þeir að hitta á góða leiki." Annar leikur ÍR og Keflavíkur fer fram í Seljaskóla í kvöld og hefst klukkan 19:15.
Dominos-deild karla Mest lesið Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Í beinni: Leyton Orient - Man. City | Stríðir C-deildarliðið City? Enski boltinn Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira