Snæfell mun fá liðsstyrk eftir áramótin en þá mun bandaríski leikmaðurinn Kristen Green leika með félaginu.
Hún kemur í stað Detru Ashley sem ákvað að halda heim á leið fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Gunnar Svanlaugsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Snæfelli, í samtali við karfan.is.
Green lék með Cal State Irvine í 1. deild bandaríska háskólaboltans og hefur einnig leikið í bandarísku ABA-deildinni. Hún hefur einnig verið á mála hjá liðum víða um heim, Í Hollandi, Tyrklandi og Púertó Ríkó.
Gunnar sagði að Hólmarar væru nú að vinna hörðum höndum að því að safna fyrir leikmanninum og að mikil spenna ríkti fyrir komu Green.