Erlent

Fyrrum plánetan Plútó fær sína eigin flokkun

Ætli manneskjur komist einhvern tímann til Plútó?
Ætli manneskjur komist einhvern tímann til Plútó?

Stjörnufræðingar hafa búið til nýjan flokk fyrirbæra í geimnum eftir fyrrum plánetunni Plútó og kallast sá flokkur á enskunni ,,Plutoid" sem gæti útleggst á íslensku sem plútlingur. Á þetta heiti að ná yfir lítil, nánast hnöttótt fyrirbæri sem eru á sporbraut fjær en Neptúnus.

Nú eru liðin meira en tvö ár síðan stjörnufræðingar ákváðu að svipta Plútó plánetuheiti sínu og hefur plútlingurinn verið kallaður dvergpláneta síðan. IAU ( International Astronomical Union) eru samtök stjörnufræðinga sem hefur það vald innan vísindaheimsins að samþykkja ný nöfn og flokkanir og samþykktu þau á dögunum þetta nafn.

Svipting Plútó á plánetuheitinu var talin þörf þar sem ný sjónaukatækni hefur gert stjörnufræðingum kleift að sjá fyrirbæri langt úti í sólkerfinu sem voru lík Plútó að stærð og gerð. Ef flokkuninni hefði ekki verið breytt hefðu nýjar skólabækur þurft að tala um 50 eða fleiri plánetur í sólkerfinu. Þess vegna var tekin sú sögulega ákvörðun að hafa plánetur sólkerfisins aðeins átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×