Vináttulandsleik Íslands og Litháen í dag lauk með 115-62 sigri hjá sterku liði Litháa. Litháen var yfir í hálfleik 61:35.
Litháar sýndu áfram styrk sinn í seinni hálfleik og áttu strákarnir okkar erfitt uppdráttar gegn líkamlega sterkum og stórum leikmönnum heimamanna.
Helgi Magnússon var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig, Jakob Sigurðarson setti 10 stig og tók 6 fráköst, Hreggviður Magnússon skoraði 8 stig og þeir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson skoruðu 7 stig og Hlynur tók auk þess 8 fráköst.
Liðin mætast aftur á þriðjudaginn í Vilnius.
