Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston 6. júní 2008 05:02 Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira