Fimmti leikur New Orleans Hornets og meistara San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 1:30 í nótt. New Orleans vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínu en San Antonio jafnaði með tveimur öruggum sigrum í Texas.
Fimmti leikurinn í nótt fer fram í New Orleans og ljóst að mikið verður undir í þeim leik.
Í nótt fer einnig fram fimmti leikur Detroit og Orlando, en þar hefur Detroit 3-1 forystu í getur klárað dæmið á heimavelli í nótt. Óvíst er hvort Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, geti spilað með í nótt vegna meiðsla en hann meiddist í upphafi fjórða leiksins sem Detroit vann naumlega á útivelli.
Hér fyrir neðan má sjá næstu leiki sem sýndir verða í beinni útsendingu í sjónvarpi á NBA TV og Stöð 2 Sport.
Þar er vert að minna sérstaklega á öflugan tvíhöfða sem verður á föstudagskvöldið.
Þriðjudagur: New Orleans-San Antonio leikur 5 klukkan 1:30 - NBA TV
Miðvikudagur: Boston-Cleveland leikur 5 klukkan 00:00 - NBA TV
Fimmtudagur: Óstaðfest
Föstudagur: Cleveland-Boston # 6 kl 00:00 - NBA TV + Utah-Lakers #6 kl 02:30 á Stöð 2 Sport