Lið FH úr Hafnarfirði varð í dag hlutskarpast á bikarmótinu í frjálsum íþróttum fimmtánda árið í röð. Liðið vann sigur í bæði karla- og kvennalfokki og hlaut samtals 180,5 stig. Sveit ÍR varð í öðru sæti með 156 stig og Breiðablik í því þriðja með 141,5 stig.
