Sönnun fundin um neðansjávargos? 1. nóvember 2008 19:02 Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.Sú kenning er uppi að eldgos í Vestmannaeyjaklasanum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi ekki bara verið í Surtsey og á Heimaey heldur hafi einnig orðið neðansjávargos um fimm kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur birti fyrstur grein um þetta opinberlega og virtist sjálfur ekki í vafa um að þarna hafi orðið lítið gos. Upplýsingarnar hafði hann eftir skipstjóra, sem teiknaði þessa mynd af fyrirbærinu eins og það leit út á dýptarmæli en hann sá dökkan, ólgandi sjó og dauða fiska á svæðinu. Svo vill til að sjómælingar Landhelgisgæslunnar hafa síðustu tvö sumur myndað hafsbotninn á umræddu svæði afar nákvæmlega með fjölgeislamæli. Eftir að Stöð 2 birti frétt fyrr í vikunni um hugsanlegt neðansjávargos hafa starfsmenn sjómælinga borið nýju myndina saman við eldri sjókort, - og viti menn,- fundið eina viðbót.Árni Vésteinsson, deildarstjóri hjá sjómælingum, fer varlega í að álykta um hvort nabbur sem nú kemur fram sé nýtilkominn eða hvort hann hafi einfaldlega ekki sést í eldri mælingum. Nabburinn er á um fjörutíu metra dýpi, er um hundrað metrar í þvermál og tíu metra hár. Kjartan Thors jarðfræðingur, sem leitaði ummmerkja um þetta leynigos fyrir 30 árum, segir næsta skref að taka sýni af þessu fyrirbæri og sannreyna aldur þess. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.Sú kenning er uppi að eldgos í Vestmannaeyjaklasanum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi ekki bara verið í Surtsey og á Heimaey heldur hafi einnig orðið neðansjávargos um fimm kílómetra undan ströndinni við Landeyjar vorið 1973. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur birti fyrstur grein um þetta opinberlega og virtist sjálfur ekki í vafa um að þarna hafi orðið lítið gos. Upplýsingarnar hafði hann eftir skipstjóra, sem teiknaði þessa mynd af fyrirbærinu eins og það leit út á dýptarmæli en hann sá dökkan, ólgandi sjó og dauða fiska á svæðinu. Svo vill til að sjómælingar Landhelgisgæslunnar hafa síðustu tvö sumur myndað hafsbotninn á umræddu svæði afar nákvæmlega með fjölgeislamæli. Eftir að Stöð 2 birti frétt fyrr í vikunni um hugsanlegt neðansjávargos hafa starfsmenn sjómælinga borið nýju myndina saman við eldri sjókort, - og viti menn,- fundið eina viðbót.Árni Vésteinsson, deildarstjóri hjá sjómælingum, fer varlega í að álykta um hvort nabbur sem nú kemur fram sé nýtilkominn eða hvort hann hafi einfaldlega ekki sést í eldri mælingum. Nabburinn er á um fjörutíu metra dýpi, er um hundrað metrar í þvermál og tíu metra hár. Kjartan Thors jarðfræðingur, sem leitaði ummmerkja um þetta leynigos fyrir 30 árum, segir næsta skref að taka sýni af þessu fyrirbæri og sannreyna aldur þess.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent