Í nótt kemur í ljós hvaða lið mætir LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA. Þá mætast New Orleans Hornets og San Antonio í hreinum úrslitaleik í New Orleans, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport klukkan 00:30 eftir miðnætti.
Allir leikir í einvíginu hafa unnist á heimavelli til þessa og eftir því að dæma má reikna með því að heimamenn í New Orleans séu sigurstranglegri. Liðið hefur verið afar sannfærandi á heimavelli sínum til þessa í úrslitaleppninni, en mótherjar Hornets-manna í kvöld eru engir viðvaningar - heldur sjálfir NBA meistararnir.