Erlent

Geimfarið Phoenix finnur vatn á Mars

Geimfarið Phoenix á Mars hefur fundið vatn á plánetunni. Vatnið greindist í sýni sem geimfarið tók af jarðvegi á Mars í vikunni.

Bandaríska geimferðarstofnunin greinir frá þessu og vísindamenn þar segja að nú sé hægt að hefja rannsóknir á þessu vatnssýni til að kanna hvort nokkurn tíman hafi verið lífvænlegt á Mars eða hvort líkur séu á að hægt sé að gera plánetuna lífvænlega í framtíðinni.

Phoenix geimfarið hefur átt í erfiðleikum með að flytja jarðvegssýni frá vélmennisarmi sínum og í sérstaka rannsóknarstofu sem byggð er inn í geimfarið. Nú eru þeir erfiðleikar að baki og gott ásigkomulag geimfarsins þýðir að ferð þess um Mars verður framlengd fram í endann á september.

Á blaðamannafundi sem haldinn var um för Phoenix í gærdag kom fram hjá vísindamönnunum sem stjórn rannsóknum geimfarsins að hingað til hefði plánetan gefið þeim athyglisverðar upplýsingar.

Framlengingin á för geimfarsins þýðir að NASA mun geta grafið tvo nýja skurði á yfirborði Mars þar sem ís er talinn vera við yfirborðið. Jafnframt verður prógrammi vélmennisarmsins svo hann geti kannað hvort lífræn efni finnist í jarðveginum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×