Lærdómar af Baugsmálinu Árni Páll Árnason skrifar 9. júní 2008 00:01 Umræðan Baugsmálið Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins. Þetta er auðvitað fráleit röksemdafærsla. Baugsmálið hefur haft veruleg áhrif á íslenska þjóðmálaumræðu í sex ár og fá mál vakið jafn mikla athygli. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að í þessu máli hafi lögregla og ákæruvald farið offari. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir, þar sem sú skoðun er staðfest, væri fullkomlega óeðlilegt ef allir stjórnmálamenn þegðu þunnu hljóði á þeirri forsendu að lögregla og dómstólar heyrðu undir dómsmálaráðherrann og hann einn mætti tjá sig um málið. Fjölmiðlar leituðu eftir afstöðu formanns Samfylkingarinnar eins og annarra stjórnmálaleiðtoga og hún kaus að svara þeim með því að gefa út yfirlýsingu um sína afstöðu. Í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar segir: „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára, sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu.“ Það væri hægt að skilja uppnám Sigurðar Kára ef í yfirlýsingunni væri verið að deila við dómarann. Svo er ekki. Þvert á móti er þar lýst trausti á dómstólunum og tekið fram að þeir hafi veitt öllum jafna og réttláta málsmeðferð. Og hvað er það þá sem fer svona fyrir brjóstið á honum? Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóma af þessari útkomu? Það markar þá tímamót í íslenskum stjórnmálum ef það á að verða viðtekin regla að stjórnvöld og stjórnmálamenn eigi ekkert að læra af dómum Hæstaréttar og virða að vettugi þá leiðbeiningu sem fram kann að koma í dómum um meðferð opinbers valds og réttindi borgaranna. Sigurður Kári tengir yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar við stöðu hennar sem utanríkisráðherra og leggur út af þeirri stöðu á þann veg að þar sem dómsmál séu ekki utanríkismál eigi utanríkisráðherra ekkert með að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn misskilning á hlutverki stjórnmálamanna. Eru formenn stjórnarflokkanna, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, að fara út fyrir verksvið sitt og inn á verksvið fjármálaráðherra þegar þau ræða fjárlagaramma næsta árs? Og á þá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra einn að mega tjá sig um Baugsmálið, af því það er dómsmál? Einhvern veginn slær sú kenning mann nokkuð skringilega. Formenn ríkisstjórnarflokka hafa auðvitað fullt umboð til að tjá sig um hvaða álitamál sem er, rétt eins og formenn annarra flokka, óháð því hvaða ráðherraembættum þeir gegna. Formaður Samfylkingarinnar tjáir sig um öll þau pólitísku álitamál sem hún kýs að tjá sig um í umboði kjósenda Samfylkingarinnar og þingflokks hennar. Þar fyrir utan eru stjórnmálamenn ekki embættismenn sem starfa á tilteknu fagsviði, heldur fulltrúar kjósenda sinna og starfa í þeirra umboði. Þjóðfélagsleg álitamál verða aldrei flokkuð í hólf og stjórnmálamönnum skammtaður réttur til að tjá sig um þau. En hvaða lærdóma má svo draga af útkomu Baugsmálsins? Nefna má tvennt: Í fyrsta lagi að rannsóknarvald og ákæruvald sé ekki á sömu hendi í flóknum málum af þessum toga. Það fer ekki vel á því að lögreglurannsókn sæti ekki sjálfstæðri, gagnrýnni og óháðri athugun hjá ákæruvaldinu, áður en ákæra er gefin út. Í nýsamþykktum lögum um meðferð sakamála, sem samin voru af réttarfarsnefnd, felst að ákæruvald í efnahagsbrotamálum verði flutt frá lögreglustjórum til sjálfstæðra héraðssaksóknara og aðskilnaður rannsóknar og saksóknar þannig betur tryggður. Í öðru lagi þarf að fara vel með mikið vald. Kreditreikningurinn sem markaði upphaf Baugsmálsins gaf greinilega fullt tilefni til rannsóknar og ákæru enda hafa þeir sem komu að útgáfu hans nú hlotið dóm fyrir aðild sína að honum. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að fátt bendir til að hann hafi gefið tilefni til þeirrar umfangsmiklu lögreglurannsóknar og saksóknar sem nú hefur staðið í 6 ár og kostað tiltekna einstaklinga mikinn sársauka og fjármuni og íslenska skattborgara hátt í einn milljarð króna. Þeim mannauði og fjármunum hefði án efa verið betur varið til að takast á við önnur brýnni úrlausnarefni í réttarvörslukerfinu.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Baugsmálið Sigurður Kári Kristjánsson sessunautur minn á Alþingi hefur lýst því að hann telji óeðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hafi tjáð sig um niðurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu í yfirlýsingu, því hún sé utanríkisráðherra og dómsmál ekki á forræði utanríkisráðuneytisins. Þetta er auðvitað fráleit röksemdafærsla. Baugsmálið hefur haft veruleg áhrif á íslenska þjóðmálaumræðu í sex ár og fá mál vakið jafn mikla athygli. Margir hafa verið þeirrar skoðunar að í þessu máli hafi lögregla og ákæruvald farið offari. Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir, þar sem sú skoðun er staðfest, væri fullkomlega óeðlilegt ef allir stjórnmálamenn þegðu þunnu hljóði á þeirri forsendu að lögregla og dómstólar heyrðu undir dómsmálaráðherrann og hann einn mætti tjá sig um málið. Fjölmiðlar leituðu eftir afstöðu formanns Samfylkingarinnar eins og annarra stjórnmálaleiðtoga og hún kaus að svara þeim með því að gefa út yfirlýsingu um sína afstöðu. Í yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar segir: „Víðfeðmasta opinbera rannsókn síðari ára, sem hófst í tilefni af tilteknum kreditreikningi, hefur nú verið til lykta leidd í Hæstarétti Íslands eftir sex ára meðferð í réttarkerfinu sem kostað hefur ógrynni fjár. Hæstiréttur veitti öllum sem komu að útgáfu þessa tiltekna reiknings sýnilega jafna og réttláta málsmeðferð. Bersýnilegt er að dómstólar kveða upp úr um að umfang rannsóknarinnar og ákæranna sem gefnar voru út upphaflega var alls ekki í samræmi við tilefnið. Óhjákvæmilega hljóta íslensk stjórnvöld að draga lærdóma af þessari útkomu.“ Það væri hægt að skilja uppnám Sigurðar Kára ef í yfirlýsingunni væri verið að deila við dómarann. Svo er ekki. Þvert á móti er þar lýst trausti á dómstólunum og tekið fram að þeir hafi veitt öllum jafna og réttláta málsmeðferð. Og hvað er það þá sem fer svona fyrir brjóstið á honum? Er það sú setning að stjórnvöld eigi að draga lærdóma af þessari útkomu? Það markar þá tímamót í íslenskum stjórnmálum ef það á að verða viðtekin regla að stjórnvöld og stjórnmálamenn eigi ekkert að læra af dómum Hæstaréttar og virða að vettugi þá leiðbeiningu sem fram kann að koma í dómum um meðferð opinbers valds og réttindi borgaranna. Sigurður Kári tengir yfirlýsingu formanns Samfylkingarinnar við stöðu hennar sem utanríkisráðherra og leggur út af þeirri stöðu á þann veg að þar sem dómsmál séu ekki utanríkismál eigi utanríkisráðherra ekkert með að tjá sig um niðurstöðu dómsins. Þetta er auðvitað fráleit staðhæfing og sýnir mikinn misskilning á hlutverki stjórnmálamanna. Eru formenn stjórnarflokkanna, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, að fara út fyrir verksvið sitt og inn á verksvið fjármálaráðherra þegar þau ræða fjárlagaramma næsta árs? Og á þá Björn Bjarnason dómsmálaráðherra einn að mega tjá sig um Baugsmálið, af því það er dómsmál? Einhvern veginn slær sú kenning mann nokkuð skringilega. Formenn ríkisstjórnarflokka hafa auðvitað fullt umboð til að tjá sig um hvaða álitamál sem er, rétt eins og formenn annarra flokka, óháð því hvaða ráðherraembættum þeir gegna. Formaður Samfylkingarinnar tjáir sig um öll þau pólitísku álitamál sem hún kýs að tjá sig um í umboði kjósenda Samfylkingarinnar og þingflokks hennar. Þar fyrir utan eru stjórnmálamenn ekki embættismenn sem starfa á tilteknu fagsviði, heldur fulltrúar kjósenda sinna og starfa í þeirra umboði. Þjóðfélagsleg álitamál verða aldrei flokkuð í hólf og stjórnmálamönnum skammtaður réttur til að tjá sig um þau. En hvaða lærdóma má svo draga af útkomu Baugsmálsins? Nefna má tvennt: Í fyrsta lagi að rannsóknarvald og ákæruvald sé ekki á sömu hendi í flóknum málum af þessum toga. Það fer ekki vel á því að lögreglurannsókn sæti ekki sjálfstæðri, gagnrýnni og óháðri athugun hjá ákæruvaldinu, áður en ákæra er gefin út. Í nýsamþykktum lögum um meðferð sakamála, sem samin voru af réttarfarsnefnd, felst að ákæruvald í efnahagsbrotamálum verði flutt frá lögreglustjórum til sjálfstæðra héraðssaksóknara og aðskilnaður rannsóknar og saksóknar þannig betur tryggður. Í öðru lagi þarf að fara vel með mikið vald. Kreditreikningurinn sem markaði upphaf Baugsmálsins gaf greinilega fullt tilefni til rannsóknar og ákæru enda hafa þeir sem komu að útgáfu hans nú hlotið dóm fyrir aðild sína að honum. Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að fátt bendir til að hann hafi gefið tilefni til þeirrar umfangsmiklu lögreglurannsóknar og saksóknar sem nú hefur staðið í 6 ár og kostað tiltekna einstaklinga mikinn sársauka og fjármuni og íslenska skattborgara hátt í einn milljarð króna. Þeim mannauði og fjármunum hefði án efa verið betur varið til að takast á við önnur brýnni úrlausnarefni í réttarvörslukerfinu.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar