Þriðji keppnisdagur Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug stendur nú yfir í Laugardalslaug og strax er komið Íslandsmet sem sett var í undanrásunum í morgun.
Bryndís Rún Hansen, Óðni, setti Íslandsmet í 50 metra flugsundi þegar hún synti á 27,24 sekúndum.
Fimm Íslandsmet féllu á öðrum keppnisdeginum í gær en þá setti Jakob Jóhann Sveinsson met í 200 metra bringusundi, Erla Dögg Haraldsdóttir setti met í 100 metra fjórsundi, Ranheiður Ragnarsdóttir setti met í 100 metra skriðsundi.
Þá setti einnig kvennasveit Ægis met í 200 metra boðsundi og karlasveit SH setti met í 200 metra boðsundi.
Búast má við því að fleiri met falli þegar úrslitasundin fara fram seinni partinn í dag.