Pólitískar auglýsingar óháðra hópa áberandi 20. apríl 2009 06:00 Óprúttnir aðilar höfðu í gær sett svört strik yfir munn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á auglýsingum á strætisvagnaskýlum. Aðrir fara kostnaðarsamari leið við að koma skilaboðum sínum á framfæri og kaupa auglýsingar í fjölmiðlum eða setja upp vefsíður.Fréttablaðið/Valli Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Mögulegt er að endurskoða þurfi lög um fjármál stjórnmálaflokkanna verði pólitískar auglýsingar sem kostaðar eru af hópum ótengdum stjórnmálaflokkunum áberandi segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun HÍ. Hópur sem kallar sig Áhugahóp um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu á sunnudag þar sem varað var við skattastefnu vinstristjórnar. Ekki kemur fram hverjir standa að hópnum. Þá hefur hópur sem hvetur til aðildar að Evrópusambandinu auglýst í dagblöðum og á netinu. Jón Steindór Valdimarsson, einn stofnenda hópsins, segir hann grasrótarsamtök sem gangi þvert á stjórnmálaflokka og séu fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum. Talsvert var rætt um möguleikann á því að stofnaðir yrðu hópar til hliðar við stjórnmálaflokkana til að komast í kringum lög um fjármál stjórnmálaflokka þegar þau voru sett. Einar Mar segir þetta vel þekkt erlendis, til dæmis sé sterk hefð fyrir því í Bandaríkjunum að slíkir hópar birti neikvæðar auglýsingar um pólitíska andstæðinga. Pólitískar auglýsingar annarra en stjórnmálaflokka eru vel þekktar hér á landi. Slíkum auglýsingum var til dæmis beint gegn Ólafi Ragnari Grímssyni í síðustu forsetakosningum, segir Einar Mar. Hann segir ósmekklegt að birta pólitískar auglýsingar ekki undir nafni. Nafnleysi í þessum efnum sé ekki eðlilegt, enda hljóti þeir sem auglýsi að hafa trú á sínum málstað og vera tilbúnir að standa við orð sín. Verði pólitískar auglýsingar hópa sem ekki tengjast stjórnmálaflokkunum, en auglýsa ýmist með þeim eða á móti, áberandi gæti þurft að breyta lögum um fjármál stjórnmálaflokkanna, segir Einar. Afar erfitt sé þó að koma í veg fyrir slíkar auglýsingar, og í raun verði ábyrgðin að vera hjá kjósendum að leggja ekki trúnað á nafnlaus skilaboð, hvort sem er á netinu eða í auglýsingum. „Auglýsingar virka, sama hvort þær eru jákvæðar eða neikvæðar," segir Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton. Hann segir mjög kostnaðarsama leið að kaupa heilsíðuauglýsingar í dagblöðum. Hver birting geti kostað á þriðja hundrað þúsunda króna. Birting auglýsinga sé í sjálfu sér svipuð aðgerð og að fara í kröfugöngur, tilgangurinn sé að vekja athygli á ákveðnum sjónarmiðum. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira