Helena Sverrisdóttir átti fínan leik með TCU skólanum í nótt þegar liðið Air Force skólann á útivelli 67-57 í bandaríska háskólaboltanum.
Helena var þriðja stigahæst í liðinu með 16 stig en átti fínan alhliðaleik með 8 fráköstum, 6 stoðsendingum, 2 vörðum skotum og 2 stolnum boltum.
Þetta var fjórði sigur TCU í röð en liðið á næst tvo heimaleiki í röð í Fort Worth í Texas. Fyrri heimaleikurinn er á laugardagskvöldið þar sem liðið tekur á móti Wyoming skólanum.