NBA í nótt: Beasley tryggði Miami sigur með troðslu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 09:00 Michael Beasley var hetja Miami í nótt. Mynd/AP Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann afar nauman sigur á grönnum sínum í Orlando, 99-98, þar sem Michael Beasley skoraði umdeilda sigurkörfu í blálokin. Dwyane Wade tók skotið sem átti að tryggja Miami sigurinn. Skotið virtist ætla að geiga en Beasley náði að grípa boltann og troða honum í körfuna. Leikmenn Orlando vildu meina að boltinn hafi enn verið á leiðinni í körfuna og hafi enn verið á niðurleið. Því hafi troðsla Beasley verið ólögleg. En karfan var dæmd góð og gild. Vince Carter kom Orlando yfir með þriggja stiga körfu þegar fjórtán sekúndur voru eftir en Udonis Haslem minnkaði muninn í eitt stig skömmu síðar. Jason Williams hefði svo getað nánast tryggt Orlando sigurinn þegar hann fór á vítalínunni í næstu sókn en hann klikkaði á báðum skotunum. Það nýtti Miami sér og skoraði sigurkörfuna þegar rúm ein sekúnda var eftir. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 24 stig og James Jones kom næstur með sextán. Michael Beasley var með fimmtán stig og tólf fráköst. Jason Williams skoraði 25 stig fyrir Orlando og Vince Carter 22 stig.Charlotte vann Toronto, 116-81. Gerald Wallace skoraði 31 stig og tók þrettán fráköst. Stephen Jackson kom næstur hjá Charlotte með 23 stig.Denver vann Minnesota, 124-111. Carmelo Anthony var með 22 stig og Nene sautján stig, átta fráköst og sex stoðsendingar. Þetta var fjórtánda tap Minnesota í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins og þar með versta byrjunin í sögu félagsins.Cleveland vann Detroit, 98-88. LeBron James skoraði 34 stig fyrir Cleveland.Indiana vann LA Clippers, 86-73. Troy Murphy var með átján stig og ellefu fráköst fyrir Indiana, Dahntay Jones var með átján og Brandon Rush þrettán og ellefu fráköst.Boston vann Philadelphia, 113-110. Paul Pierce var með 27 stig, Kevin Garnett nítján og Ray Allen átján.Portland vann New Jersey, 93-83, og þar með tapaði síðarnefnda liðið sínum fimmtánda leik í röð á tímabilinu. Greg Oden var með átján stig og átta fráköst fyrir Portland sem hefur unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum, þar af sex í röð á heimavelli.Sacramento vann New York, 117-97. Donte Green setti niður þrjá þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. San Antonio vann Golden State, 118-104. Tony Parker skoraði 32 stig og Tim Duncan 20 auk þess sem hann tók níu fráköst.Dallas vann Houston, 130-99, þar sem Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas. Jason Kidd gaf sjö stoðsendingar í leiknum og er nú komin með alls 10.337 stoðsendingar á ferlinum. Þar með er hann kominn í annað sæti á lista þeirra sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar en á þó nokkuð í land með að ná þeim sem á metið. Það er John Stockton sem gaf alls 15.806 stoðsendingar á ferlinum.New Orleans vann Milwaukee, 102-99, í framlengdum leik. David West var með 27 stig og tíu fráköst fyrir New Orleans og nýliðinn Darren Collison átján.Phoenix vann Memphis, 126-111. Amare Stoudemire skoraði 28 stig fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira