Raikkönen til McLaren og Alonso til Ferrari 28. september 2009 09:52 Alonso og Massa verða saman hjá Ferrari á næsta ári, en Raikkönen fer aftur til McLaren. mynd: Getty Images Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Alonso fari til Ferrari, en nú virðast teikn á lofti þess efnis að ráðhagurinn verði tilkynntur á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir tilkynningu þess efnis líklega á næstu dögum. Felipe Massa verður áfram ökumaður Ferrari og ekur á móti Alonso. Raikkönen starfaði í fimm ár með McLaren, en yfirgaf liðið til að vinna með Ferrari. Vist hans hefur ekki verið sérlega ábatasöm fyrir Ferrari og Raikkönen leiddist hreinlega meirihluta síðasta árs. Svo hefur bíllinn ekki virkað sem skyldi í ár. Raikkönen mun aka á móti Lewis Hamilton með McLaren og Nobert Haug hjá McLaren Mercedes segir að það verði ekki vandamál að tvær stórstjörnur vinni hjá McLaren. Liðið réð þó illa við að höndla Alonso og Hamilton árið 2007. Sjá meira um málið Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári. Mikið hefur verið rætt og ritað um það að Alonso fari til Ferrari, en nú virðast teikn á lofti þess efnis að ráðhagurinn verði tilkynntur á Suzuka brautinni í Japan um næstu helgi. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir tilkynningu þess efnis líklega á næstu dögum. Felipe Massa verður áfram ökumaður Ferrari og ekur á móti Alonso. Raikkönen starfaði í fimm ár með McLaren, en yfirgaf liðið til að vinna með Ferrari. Vist hans hefur ekki verið sérlega ábatasöm fyrir Ferrari og Raikkönen leiddist hreinlega meirihluta síðasta árs. Svo hefur bíllinn ekki virkað sem skyldi í ár. Raikkönen mun aka á móti Lewis Hamilton með McLaren og Nobert Haug hjá McLaren Mercedes segir að það verði ekki vandamál að tvær stórstjörnur vinni hjá McLaren. Liðið réð þó illa við að höndla Alonso og Hamilton árið 2007. Sjá meira um málið
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira