NBA í nótt: Orlando setti niður 23 þrista Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2009 09:17 Anthony Johnson reynir hér eitt af fjölmörgum þriggja stiga skotum Orlando í nótt. Nordic Photos / Getty Images Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento. Orlando fór hamförum í leiknum og vann stórsigur, 139-107. Allir tólf leikmenn liðsins komust á blað og þar af voru sjö sem skoruðu fleiri en tíu stig. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók fimmtán fráköst. Jameer Nelson skoraði 23 stig. Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Orlando setti met í leiknum með því að setja niðuir 23 þrista í leiknum. Sá síðasti kom þegar skammt var til leiksloka en það var Jeremy Richardson sem setti niður þann þrist. Hann fær yfirleitt sjaldan að spila með liðinu. Gamla metið átti Toronto sem liðið setti árið 2005 en leikmenn Orlando áttu alls 37 tilraunir utan þriggja stiga línunnar í nótt. Kobe Bryant setti niður þriggja stiga körfu þegar 27 sekúndur voru til loka leiks LA Lakers og Houston og tryggði þar með sínum mönnum sigur en leiknum lauk með 105-100 sigri Lakers. Bryant skoraði alls 33 stig í leiknum, þar af þrettán stig í fjórða leikhluta. Houston var reyndar án nokkurra lykilmanna í leiknum, eins og Tracy McGrady og Ron Artest. Báðir verða frá næstu tvær vikurnar eða svo. Von Wafer skoraði 23 stig fyrir Houston sem er persónulegt met. Yao Ming kom næstur með nítján stig og sautján fráköst. Denver vann Dallas, 99-97, þar sem Chauncey Billups setti niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Billups skoraði alls 23 stig og Nene var með 20. Dirk Nowitzky skroaði 44 stig fyrir Dallas. Cleveland vann Memphis, 102-87. LeBron James var með þrefalda tvennu í annað skiptið á tímabilinu - 30 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar. Phoenix vann Atlanta, 107-102. Shaquille O'Neal skoraði 26 stig og var með tíu fráköst fyrir Phoenix sem vann þar með sinn sjötta leik af síðustu sjö. Charlotte vann Detroit, 80-78. Raymond Felton skoraði sigurkörfuna þegar tæp sekúnda var til leiksloka en Charlette skoraði níu síðustu stig leiksins. Þar af var Felton með sjö sem sekoraði alls 23 stig í leiknum. Miami vann Minnesota, 99-96. Dwyane Wade skoraði 31 stig og gaf átta stoðsendingar en það var Shawn Marion sem tryggði Miami sigurinn með því að setja niður tvö víti þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira