NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2009 09:16 LeBron James og félagar í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114 NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114
NBA Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira