Körfubolti

Allen tryggði Boston 12. sigurinn í röð

Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni
Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni AP

Sex leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt þar sem hæst bar naumur sigur Boston á Philadelphia.

Boston vann 100-99 sigur með þriggja stiga körfu Ray Allen þegar hálf sekúnda var til leiksloka og vann þar með tólfta leikinn í röð. Kevin Garnett var ekki með Boston annan leikinn í röð vegna flensu en Paul Pierce (29 stig) og Allen (23 stig) drógu vagninn fyrir meistarana. Andre Iguodala skoraði 22 stig fyrir Philadelphia.

Cleveland vann 23. leikinn í röð á heimavelli sínum þegar liðið lagði Toronto 101-83. LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland og komst yfir 12,000 stiga múrinn í leiknum. Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir Toronto.

Denver vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum 104-96 en San Antonio liðið hvíldi reyndar Tim Duncan, Tony Parker, Manu Ginobili og Michael Finley sem eiga við smávægileg meiðsli að stríða eftir að hafa spilað leik sem fór í framlengingu kvöldið áður. Carmelo Anthony skoraði 35 stig og hirti 9 fráköst fyrir Denver en Roger Mason var með 26 stig hjá San Antonio.

Houston lagði Chicago 107-100 á heimavelli þar sem Yao Ming skoraði 28 stig fyrir Houston líkt og Luol Deng hjá Chicago.

New Jersey lagði Milwaukee 99-85. Vince Carter náði þrefaldri tvennu hjá New Jersey með 15 stigum, 12 stoðsendingum og 10 fráköstum og Brook Lopez var með 22 stig og 12 fráköst. Richard Jefferson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee gegn sínum gömlu félögum.

Loks vann Minnesota 116-11 sigur á Indiana á útivelli og batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu. Danny Granger skoraði 28 stig fyrir Indiana en Randy Foye skoraði 19 stig fyrir Minnesota.

Staðan í NBA deildinni

 

 

 

 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×