Webber stoltur af fyrsta sigrinum 13. júlí 2009 10:20 Kampakátur Webber á verðlaunapallinum á Nurburgring. Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira