Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2009 11:00 Dwight Howard og félagar settust snemma á bekkinn í öruggum sigri á Cleveland. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst. NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Orlando vann Cleveland með 29 stiga mun, 116-87, sem langstærsta tap Cleveland í vetur en liðið er þó enn með besta árangurinn í deildinni. Cleveland hafði mest tapað með 17 stigum í vetur en það tap var á móti Los Angeles Lakers. Dwight Howard var með 20 stig og 11 fráköst fyrir Orlando sem náði mest 41 stigs forskoti í seinni hálfleik. Rashard Lewis var með 22 stig og Hedo Turkoglu skoraði 13 stig. Þetta var áttundi sigur Orlando í síðustu 11 leikjum á móti Cleveland. LeBron James var með 26 stig og 9 fráköst hjá Cleveland en hitti aðeins úr 7 af 20 skotum sínum. James lék stóran hluta af fjórða leikhluta til að hjálpa sínum við að bjarga andlitinu. Pau Gasol var með 23 stig og 10 fráköst og Kobe Bryant skoraði 20 stig þegar Los Angeles Lakers vann sextugasta leik sinn á tímabilinu, 93-81, á Houston Rockets. Þetta er í ellefta sinn sem Lakers nær að vinna 60 leiki á tímabili í NBA-deildinni. Ron Artest var með 21 stig fyrir Houston. Dwyane Wade var með 27 stig og 10 stoðsendingar í 97-92 sigri Miami Heat á Charlotte Bobcats en sigurinn tryggði Miami sæti í úrslitakeppninni. Miami varð þannig aðeins annað liðið í sögunni til þess að komast í úrslitakeppnina eftir að hafa aðeins unnið 15 leiki tímabilið á undan. Gerald Wallace var með 21 stig hjá Charlotte. Boston Celtics vann tólf stiga sigur á Atlanta Hawks, 104-92 þar sem Paul Pierce skoraði 21 stig og Rajon Rondo bætti við 20 stigum. Kevin Garnett missti af fjórða leiknum í röð og sínum 17. leik af síðasta 21 en Kendrick Perkins (12 stig og 10 fráköst) og Glen "Big Baby" Davis (19 stig) stóðu sig vel inn í teig. Flip Murray var stigahæstur hjá Atlanta með 21 stig. Tony Parker var frábær í 126-121 sigri San Antonio Spurs á Indiana Pacers. Parker var með 31 stig og 10 stoðsendingar og fékk líka góðan stuðning frá Tim Duncan sem bætti við 22 stigum og 11 fráköstum. Danny Granger skoraði 35 stig fyrir Indiana. Rudy Gay var með 27 stig og 10 fráköst í 197-102 sigri Memphis Grizzlies á Dallas Mavericks en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Mike Conley var líka með 25 stig fyrir Memphis en Dirk Nowitzki skoraði 36 stig fyrir Dallas þar af 25 þeirra í seinni hálfleik. Phoenix Suns skoraði 139 stig í 28 stiga sigri á Sacramento Kings, 139-111, þar sem Steve Nash var með 29 stig og 9 stoðsendingar. Phoenix á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en eftir tap Dallas munar aðeins þremur leikjum á liðunum í baráttunni um áttunda og síðasta sætið. Portland Trail Blazers vann 107-72 sigur á Oklahoma City Thunder þar sem LaMarcus Aldridge lék frábærlega og var með 35 stig og 18 fráköst. Kevin Durant skoraði með fyrir Oklahoma eða 13 stig. Minnesota Timberwolves vann óvæntan 103-102 útisigur á Utah en liðið var fyrir leikinn búið að tapa níu síðustu útileikjum sínum. Rodney Carney skoraði 10 af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var stigahæstur ásamt Ryan Gomes sem skoraði líka 25 stig. Deron Williams var neð 34 stig og 11 stoðsendingar hjá Utah en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði tryggt Utah sigurinn. Golden State Warriors vann að lokum 111-103 sigur á New Orleans Hornets þrátt fyrir að Chris Paul hafi skoraði 43 stig fyrir Hornets. Jamal Crawford var með 39 stig fyrir Golden State og Anthony Morrow var með 24 stig. David West átti einnig fínan leik fyrir New Orleans þar sem hann var með 31 stig og 14 fráköst.
NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira