Fullkomið jafnrétti? Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 "Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun