Viðskipti erlent

Segir Íslendinga vera hina nýju Pólverja

Ásókn Íslendinga í störf í Noregi hefur margfaldast að undanförnu og í frétt um málið í blaðinu Aftenposten eru Íslendingar sagðir vera hinir nýju Pólverjar þar í landi.

Aftenposten ræðir m.a. við Ragnhild Synstad ráðgjafa hjá atvinnumiðluninni Nav Eures sem miðlar vinnu á EES-svæðinu. Að sögn hennar hefur atvinnuumsóknum frá Íslandi fjölgað mikið.

Ragnhild segir að Íslendingarnir hafi einkum áhuga á verkfræðingastörfum í Rogalandi, Hordaland, Mæri og Romsdal þar sem mikil olíu- og gasvinnsla fer fram.

Fram kemur að íslensk stjórnvöld muni ekki ýkjahrifin af þessum fólksflutningum til Noregs en Raghild telur ekki að Norðmenn séu að soga atvunnuafl frá Íslandi.

Staðreyndin sé einfaldlega sú að atvinnuleysi sé orðið mikið á Íslandi og fari vaxandi. Þetta fólk muni sennilega snúa aftur þegar atvinnuástandið á Íslandi batnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×