Að leggja sitt af mörkum Steingrímur j. sigfússon skrifar 7. október 2009 06:00 Stóriðjufyrirtækin hafa ásamt fleirum rekið upp ramakvein vegna áforma um að skoða upptöku orku-, umhverfis- og auðlindagjalda á breiðum grunni sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Rétt er að setja hlutina í samhengi í þágu yfirvegaðrar umræðu um málið. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla og í ár stefnir hallinn, þrátt fyrir aukinn niðurskurð og tekjuöflun á miðju ári, í um 185 milljarða. Öllum má ljóst vera að við svo búið má ekki standa. Það verður að ná jöfnuði í ríkissbúskapnum á eins fáum árum og mögulegt er og stórdraga úr hallanum strax enda gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 95 milljarðar króna afkomubata frá yfirstandandi ári. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið til: niðurskurð og sparnað útgjalda upp á 3,7% af vergri landsframleiðslu á gjaldahlið og nýja tekjuöflun upp á 3,2% af VLF á tekjuhlið. Er þá komið að lykilspurningunum: 1. Verður komist hjá aðgerðum af þessu tagi? Svarið er nei. Slíkur hallarekstur myndi, ef ekkert er að gert, sliga ríkissjóð og gera skuldastöðuna algjörlega óbærilega, - eða ósjálfbæra eins og nú er gjarnan sagt - á örfáum árum. 2. Er hægt að ná nauðsynlegum árangri með niðurskurði einum saman? Aftur er svarið nei. Slíkt myndi rústa velferðarkerfið og samneysluna og yrði auk þess efnahagslegt glapræði, sem myndi stórdýpka kreppuna. 3. Er hægt að ná þessum árangri eingöngu með nýrri tekjuöflun? Svarið er enn nei. Slíkt færi langt út fyrir þolmörk skattstofna og ofbyði greiðslugetu einstaklinga og atvinnulífs. Blandaðar aðgerðir, sparnaður og tekjuöflun, eru eina vitræna og færa leiðin, en um vægi hvors þáttar fyrir sig má vissulega rökræða sem og um hraða aðlögunnar. Hverjir eiga þá að taka á sig auknar byrðar vegna tekjuöflunar samanber svörin hér að framan? Á það eingöngu að vera almenningur í gegnum beina og óbeina skatta eða á að leitast við að dreifa þessum byrðum sem víðast með það að markmiði að allir sem hafa til þess burði leggi sitt af mörkum. Ekki spillir fyrir ef hægt er að ná fram umbótum í skattkerfinu í leiðinni og þróa það í átt til framtíðar svo sem á sviði umhverfismála (grænir skattar) og ná fram alkunnum markmiðum um að þjóðin njóti sanngjarnar rentu eða arðs af auðlindum sínum. Er þá loks komið að stóriðjufyrirtækjunum, eða stórnotendum orku. Er það til of mikils mælst að þau verði með í því að greiða eins og allir aðrir notendur orku í landinu lágt auðlindagjald sem tekið yrði í gegnum orkusöluna? Þetta vekur fleiri áhugaverðar spurningar: a) Geta stóriðjufyrirtækin ekki lagt slíkt af mörkum til þess að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbússkap á miklum erfiðleikatímum? b) Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau? Ekki getur það þá verið hátt fyrir. c) Vilja stóriðjufyrirtækin ekki leggja sitt af mörkum þó þau geti það? d) Hafa ekki stóriðjufyrirtækin, þau sem farin eru að greiða skatta á annað borð, notið góðs af mikilli lækkun tekjuskatts lögaðila undanfarin ár? Gæti árlegur hagnaður þeirra eftir skatta verið 2 til 3 milljörðum króna hærri nú vegna þess að þau greiða 15% tekjuskatt af hagnaði í stað til dæmis 30% eins og var fyrir nokkrum árum? e) Getur verið að skattgreiðslur stóriðjufyrirtækjanna hér á landi hafi lækkað enn frekar við að skuldir við móðurfélög hafa komið í stað eigin fjár og vextir af þeim séu gjaldfærðir. f) Getur verið að með gengislækkun krónunnar hafi launakostnaður stóriðjufyrirtækjanna lækkað um fleiri tugi milljóna dollara á ársgrundvelli miðað við það sem var áður en gengisfallið hófst á fyrri hluta árs 2008? g) Hvaða boðskapur fælist í því að stóriðjufyrirtækin kæmu sér með öllu undan því að leggja nokkuð nýtt af mörkum til stuðnings samfélaginu á erfiðleikatímum, studd til þess af samtökum atvinnurekenda og jafnvel launamanna? – Að þau geti ekki borgað? – Að þau vilji ekki borga þó þau geti það? – Að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á því að leggja eins lítið af mörkum til innlenda raunhagkerfisins og mögulegt er, nýta auðlindir þjóðarinnar í sína þágu án endurgjalds, og ætla öðrum, launafólki og innlendu atvinnulífi að axla enn þyngri byrðar í staðinn? - Því verður ekki trúað. Þvert á móti gengur undirritaður út frá því að stór og öflug útflutningsfyrirtæki, eins og stóriðjufyrirtækin eru, vilji leggja sitt af mörkum. Að sjálfsögðu er rétt og skylt að ræða málin við þau þegar til útfærslunnar kemur og er hér með boðið upp á slíkt. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Stóriðjufyrirtækin hafa ásamt fleirum rekið upp ramakvein vegna áforma um að skoða upptöku orku-, umhverfis- og auðlindagjalda á breiðum grunni sem boðuð eru í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010. Rétt er að setja hlutina í samhengi í þágu yfirvegaðrar umræðu um málið. Árið 2008 var ríkissjóður rekinn með 216 milljarða halla og í ár stefnir hallinn, þrátt fyrir aukinn niðurskurð og tekjuöflun á miðju ári, í um 185 milljarða. Öllum má ljóst vera að við svo búið má ekki standa. Það verður að ná jöfnuði í ríkissbúskapnum á eins fáum árum og mögulegt er og stórdraga úr hallanum strax enda gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir 95 milljarðar króna afkomubata frá yfirstandandi ári. Til þess að slíkt megi takast þarf mikið til: niðurskurð og sparnað útgjalda upp á 3,7% af vergri landsframleiðslu á gjaldahlið og nýja tekjuöflun upp á 3,2% af VLF á tekjuhlið. Er þá komið að lykilspurningunum: 1. Verður komist hjá aðgerðum af þessu tagi? Svarið er nei. Slíkur hallarekstur myndi, ef ekkert er að gert, sliga ríkissjóð og gera skuldastöðuna algjörlega óbærilega, - eða ósjálfbæra eins og nú er gjarnan sagt - á örfáum árum. 2. Er hægt að ná nauðsynlegum árangri með niðurskurði einum saman? Aftur er svarið nei. Slíkt myndi rústa velferðarkerfið og samneysluna og yrði auk þess efnahagslegt glapræði, sem myndi stórdýpka kreppuna. 3. Er hægt að ná þessum árangri eingöngu með nýrri tekjuöflun? Svarið er enn nei. Slíkt færi langt út fyrir þolmörk skattstofna og ofbyði greiðslugetu einstaklinga og atvinnulífs. Blandaðar aðgerðir, sparnaður og tekjuöflun, eru eina vitræna og færa leiðin, en um vægi hvors þáttar fyrir sig má vissulega rökræða sem og um hraða aðlögunnar. Hverjir eiga þá að taka á sig auknar byrðar vegna tekjuöflunar samanber svörin hér að framan? Á það eingöngu að vera almenningur í gegnum beina og óbeina skatta eða á að leitast við að dreifa þessum byrðum sem víðast með það að markmiði að allir sem hafa til þess burði leggi sitt af mörkum. Ekki spillir fyrir ef hægt er að ná fram umbótum í skattkerfinu í leiðinni og þróa það í átt til framtíðar svo sem á sviði umhverfismála (grænir skattar) og ná fram alkunnum markmiðum um að þjóðin njóti sanngjarnar rentu eða arðs af auðlindum sínum. Er þá loks komið að stóriðjufyrirtækjunum, eða stórnotendum orku. Er það til of mikils mælst að þau verði með í því að greiða eins og allir aðrir notendur orku í landinu lágt auðlindagjald sem tekið yrði í gegnum orkusöluna? Þetta vekur fleiri áhugaverðar spurningar: a) Geta stóriðjufyrirtækin ekki lagt slíkt af mörkum til þess að hjálpa íslensku samfélagi og þjóðarbússkap á miklum erfiðleikatímum? b) Væru til dæmis 20 til 30 aurar á kílówattsstund óbærileg hækkun á raforkuverði fyrir þau? Ekki getur það þá verið hátt fyrir. c) Vilja stóriðjufyrirtækin ekki leggja sitt af mörkum þó þau geti það? d) Hafa ekki stóriðjufyrirtækin, þau sem farin eru að greiða skatta á annað borð, notið góðs af mikilli lækkun tekjuskatts lögaðila undanfarin ár? Gæti árlegur hagnaður þeirra eftir skatta verið 2 til 3 milljörðum króna hærri nú vegna þess að þau greiða 15% tekjuskatt af hagnaði í stað til dæmis 30% eins og var fyrir nokkrum árum? e) Getur verið að skattgreiðslur stóriðjufyrirtækjanna hér á landi hafi lækkað enn frekar við að skuldir við móðurfélög hafa komið í stað eigin fjár og vextir af þeim séu gjaldfærðir. f) Getur verið að með gengislækkun krónunnar hafi launakostnaður stóriðjufyrirtækjanna lækkað um fleiri tugi milljóna dollara á ársgrundvelli miðað við það sem var áður en gengisfallið hófst á fyrri hluta árs 2008? g) Hvaða boðskapur fælist í því að stóriðjufyrirtækin kæmu sér með öllu undan því að leggja nokkuð nýtt af mörkum til stuðnings samfélaginu á erfiðleikatímum, studd til þess af samtökum atvinnurekenda og jafnvel launamanna? – Að þau geti ekki borgað? – Að þau vilji ekki borga þó þau geti það? – Að tilvera þeirra hér sé grundvölluð á því að leggja eins lítið af mörkum til innlenda raunhagkerfisins og mögulegt er, nýta auðlindir þjóðarinnar í sína þágu án endurgjalds, og ætla öðrum, launafólki og innlendu atvinnulífi að axla enn þyngri byrðar í staðinn? - Því verður ekki trúað. Þvert á móti gengur undirritaður út frá því að stór og öflug útflutningsfyrirtæki, eins og stóriðjufyrirtækin eru, vilji leggja sitt af mörkum. Að sjálfsögðu er rétt og skylt að ræða málin við þau þegar til útfærslunnar kemur og er hér með boðið upp á slíkt. Höfundur er fjármálaráðherra.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun