Stjarnan og FH tryggðu sér í dag sæti í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna.
Stjarnan vann sex marka sigur á Hauka sem tróna á toppi N1-deildar kvenna þessa stundina á útivelli, 30-24.
Þá vann FH öruggan fimmtán marka sigur á KA/Þór, 36-21, á Akureyri.
Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik, 11-8. Alina Petrache var markahæst í Stjörnunni með tíu mörk, Þorgerður Atladóttir skoraði fimm og Kristín Clausen fjögur.
Hjá Haukum var Nína Kristín Björnsdóttir markahæst með átta mörk. Erna Þráinsdóttir skoraði fimm og þær Nína Arnfinnsdóttir og Hanna G. Stefánsdóttir fjögur hvor.
Stjarnan og FH í bikarúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn


Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
