Patrekur: Áttum skilið eitt stig Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:56 Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína. Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira