Fresta varð lokahringnum á PGA-mótinu í golfi í Flórída í gær vegna veðurs. Lokahringurinn verður spilaður í kvöld, sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.
Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson hefur fjögurra högga forystu á Kanadamanninn Mike Weir.
Ausandi rigning og hávaðarok gerðu mótshöldurum erfitt fyrir og tvisvar var reynt að hefja keppni en að lokum var ákveðið að bíða betri veðurs í dag.
Þetta er í fyrsta sinn í 9 ár sem fresta verður lokadeginum á Pebble Beach.