Tiger Woods er með fjögurra högga forystu eftir fyrsta tvo keppnisdagana á bandaríska PGA-meistaramótinu, síðasta risamóti ársins í golfi.
Hann lék á 70 höggum í gær og er samtals á sjö höggum undir pari. Fimm kylfingar eru á þremur höggum undir pari.
Meðal þeirra er Írinn Padraig Harrington og Englendingurinn Ross Fisher en svo virðist sem að enginn geti veitt Tiger alvöru samkeppni.
Tiger fékk fugla á 6. og 7. holu en skolla á 10. Hann fékk svo þrjá fugla í röð, þann fyrsta á 14. holu, og tók þá örugga forystu.
Það hefur hins vegar lítið gengið hjá Phil Mickelson sem er á fjórum höggum yfir pari. Hann rétt svo slapp í gegnum niðurskurðinn.
Meðal þeirra sem eru fallnir úr leik eru Sergio Garcia, Stuart Appleby, Justin Rose og Brian Gay.