Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttur voru í gær útnefnd sundfólk ársins á lokahátíð Sundsamband Íslands.
Jakob Jóhann setti þrjú Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið var í Laugardalslaug um helgina - í 50, 100 og 200 m bringusundi en hann var nálægt því einnig að bæta Norðrlandametið í lengri vegalengdunum tveimur.
Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti eigið met í 100 metra skriðsundi á sama móti en bæði hún og Jakob Jóhann náðu góðum árangri í bæði 25 og 50 m laugum á árinu.