KR-ingar leika í kvöld án þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Helga Más Magnússonar þegar topplið Iceland Express deildar karla tekur á móti Blikum í DHL-Höllinni. Jón Arnór og Helgi Már eiga báðir við meiðsli að stríða og geta því ekki verið með í leiknum.
KR getur í kvöld jafnað metið yfir flesta sigurleiki í röð frá upphafi tímabils en þeir hafa unnið 13 fyrstu deildarleiki sína. KR hefur auk þess unnið alla 23 leiki tímabilsins í öllum keppnum, deild (13), fyrirtækjabikar (4), Reykjavíkurmóti (3) og bikarkeppni (3).
KR vann fyrri leik sinn gegn Breiðabliki með 36 stiga mun í Smáranum, 72-108 en staðan var þá 30-67 í hálfleik. Þeir Jón Arnór og Helgi Már léku aðeins í samtals 26 mínútur í þeim leik. Jón Arnór var með 7 stig á 15 mínútum og Helgi Már var með 7 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á 11 mínútum.
Enginn Jón Arnór eða Helgi með KR gegn Blikum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



