Handbolti

Fjórir íslenskir handboltamenn í heimsliðinu

Snorri Steinn Guðjónsson spilaði með heimsliðinu í fyrra.
Snorri Steinn Guðjónsson spilaði með heimsliðinu í fyrra. Mynd/Pjetur

Fjórir íslenskir handboltamenn hafa verið valdir í heimsliðið sem mætir Króötum í tilefni af 60 ára afmæli Handknattleikssambands Króatíu í lok október.

Þetta eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson en allir stóðu þeir sig frábærlega með íslenska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking.

Ólafur hefur verið valinn fimm sinnum í heimsliðið en á enn eftir að ná því að spila með liðinu. Snorri Steinn var nú valinn í annað skiptið en hann lék með heimsliðinu í Egyptalandi í fyrra.

Guðjón Valur og Sigfús eru hinsvegar valdir í heimsliðið í fyrsta skiptið og ekki víst að Sigfús spili því hann er líklega búinn að leggja skónna á hilluna vegna erfiðra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×