Sport

Aldrei fleiri keppendur á MÍ í frjálsum 11 til 14 ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður mikið fjör í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina.
Það verður mikið fjör í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Mynd/Daníel

Það verður margt um manninn í Laugardalshöllinni um helgina þegar fram fer Meistaramótið í frjálsum hjá 11 til 14 ára krökkum.

Alls eru 361 keppandi frá 18 félögum og samböndum skráðir í mótið í ár sem er mikil fjölgun frá því í fyrra þegar 283 keppendur tóku þátt.

Hluti að skýringunni er að núna verður í fyrsta skipti keppt í árgangi ellefu ára stráka og stelpna á MÍ innanhúss, en samþykkt var á þingi FRÍ á síðasta ári að bæta þessum árgangi við.

Flestar skráningar á móti eru frá ÍR-ingum eða 59, 43 koma frá FH, 34 frá UMSE, 31 frá HSH og 29 frá HSK. Mikil fjölgun keppenda er frá gömlum stórveldum á landsbyggðinni að norðan (UMSE), vestan (HSH) og sunnan (HSK).

Á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins er því fagnað að félög og héraðssambönd á landsbyggðinni séu að snúa vörn í sókn um þessar mundir í yngri aldursflokkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×