Semja um flutninga vatns til fleiri landa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Sendiherra íslenska vatnsins. John K. Sheppard, sem tekið hefur við forstjórastóli Icelandic Water Holdings af Jóni Ólafssyni, segir nauðsynlegt að frumkvöðlar viti hvenær færa þurfi fyrirtæki yfir á annað stig. Mynd/Anton „Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar. Markaðir Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar.
Markaðir Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira