Uppgjöf Fréttablaðsins Ögmundur Jónasson skrifar 10. ágúst 2009 00:01 Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi" með „andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan. Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að „hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands. En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt. Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Dauft var yfir leiðarasíðu Fréttablaðsins á laugardag. Uppgjafartónn í leiðara, og litlu betri var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, sem virðist helst sjá það aðfinnsluvert í íslenskum stjórnmálum að ríkisstjórnin skuli „sitja uppi" með „andóf og tafleiki" af hálfu nokkurra stjórnarþingmanna og ráðherra í Icesave-málinu. Þar er m.a. átt við undirritaðan. Steinunn Stefánsdóttir kallar leiðara sinn „Það er búið sem búið er". Þar er viðkvæðið svipað og hjá Þorsteini, búið sé að semja og síðan er því slegið fram að „hver dagur" sé dýr sem líði án þess að gengið sé frá ríkisábyrgð á Icesave-samningnum. Hvers vegna skyldi hver dagur vera dýr? Vegna þess að okkur séu ella allar bjargir bannaðar hér innanlands og vegna tafa á gjaldeyrislánum. En hversu mikill á gjaldeyrisforðinn að verða og hve mikils er til kostandi? Eru þau Steinunn og Þorsteinn sammála Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um að þessi þrjú hundruð þúsund manna þjóð þurfi 5,2 milljarða Bandaríkjadala forða, sem kemur til með að kosta okkur upp undir 20 milljarða kr. árlega í nettóvexti? Gæti dugað helmingi minna? Er ef til vill meira um vert í þröngri stöðu að leggja höfuðáherslu á lækkun vaxta og fara hægara í sakirnar með slökun gjaldeyrishafta? Ég sakna þess að fréttaskýrendur reyni að taka þátt í gagnrýninni umræðu og velti vöngum yfir valkostum Íslands. En það krefst úthalds að gefast ekki upp, loka augunum; segja að við séum búin að fyrirgera öllum rétti okkar og verðum að leggja allt traust á AGS. Staðreyndin er sú að enn höfum við ekki gengist í ríkisábyrgðina þótt sumir hafi verið til þess albúnir að undirgangast hana án þess að gera minnstu tilraun til að kynna sér samninginn! Okkur ber skylda til að tryggja okkur eins vel og hægt er inn í framtíðina. Ef við leikum af okkur þá þurfum við að hafa styrk til að endurmeta stöðuna - svo lengi sem það er hægt. Í Icesave-samningnum er okkur gert að greiða vexti frá síðustu áramótum af meintri skuld við Breta og Hollendinga enda þótt Evróputilskipunin kveði ekki á um að slík kvöð vakni fyrr en undir júlílok. Þetta gera 100 milljónir á dag. Það munar um hvern dag Steinunn. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fékk 500 milljóna skuldabagga í arf út úr þenslutímanum. Það jafngildir vöxtum af Icesave yfir verslunarmannahelgina. Það getur orðið okkur dýrkeypt að búa við fjölmiðla sem hafa ekki hugrekki og staðfestu til að horfast í augu við vanda okkar og þora aldrei að endurmeta það sem gert er. Ég ætla að vona að menn gangi ekki til viðræðna við Evrópusambandið með þá uppgjöf í farteskinu sem birtist okkur í Fréttablaðinu sl. laugardag. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar