Guðbjörg Norðfjörð er nýr varaformaður Körfuknattsleikssambands Íslands en ný stjórn fyrir árin 2009-2011 var kosin á ársþingi sambandsins á dögunum. Guðbjörg var einnig varaformaður KKÍ starfsárið 2006-2007.
Hannes Jónsson var endurkjörinn formaður KKÍ en Guðbjörg sest í varaformannsstólinn í staðinn fyrir Guðjón Guðmundsson sem var varaformaður KKÍ frá 2007 til 2009.
Guðbjörg er ein sigursælasta körfuboltakona landsins en hún varð þrisvar Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari með Haukum og KR auk þess að spila 53 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Stjórn KKÍ 2009-2011
Hannes Jónsson, formaður
Guðbjörg Norðfjörð, varaformaður
Eyjólfur Guðlaugsson, gjaldkeri
Þóra Melsteð, ritari
Páll Kolbeinsson, meðstjórnandi
Erlingur Hannesson, meðstjórnandi
Gujón Þorsteinsson, meðstjórnandi
Lárus Friðfinnsson, varamaður
Bryndís Gunnlaugsdóttir, varamaður
Guðjón Guðmundsson, varamaður