Mætti ekki spila ef þetta væri á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2009 12:00 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka. Mynd/Anton Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira
Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka, lætur ekki erfið nárameiðsli stoppa sig því hún ætlar sér að spila oddaleikinn á móti KR í kvöld og lyfta Íslandsbikarnum í lok hans. Kristrún hefur spilað stærstan hluta hluta úrslitakeppninnar meidd, það sést kannski á framlagi hennar inn á vellinum en ekki í einhverjum afsökunum eftir leik. Úrslitaleikur Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.15 og fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið hafa unnið á Ásvöllum í þessu einvígi og það stefnir í jafnan og æsispennandi oddaleik. „Tilfinningin er svaka góð þó að þessu fylgi ákveðið stress. Þetta er búið að vera langt og gott tímabil og það er skrýtið að þetta ráðist í einum lokaleik. Það er því eins gott að maður mæti tilbúin í stærsta leik tímabilsins," segir Kristrún en hún hefur aðeins skorað samanalagt 12 stig í síðustu tveimur leikjum Haukaliðsins og það er ljóst að hún er langt frá þvi að vera heil.Það þýðir ekkert væl„Þegar komið er á þennan stað í keppninni eru auðvitað flestir orðnir þreyttir og meira um meiðsli og ég því miður engin undantekning þar á. En auðvitað er ömurlegt að geta ekki beitt sér 100% og vitandi það að geta gert miklu betur," segir Kristrún sem hefur skoraði 12,1 stig að meðaltali í úrslitakeppninni en var með 18,6 stig í leik í deildarkeppninni.„Nárinn er búinn að vera stríða mér undanfarið en daginn fyrir fyrsta leik í úrslitum þá fór hann endanlega og síðan hef ég átt í vandræðum með að stíga í fótinn," segir Kristrún en það er enginn uppgjafartónn í henni fyrir leik kvöldsins.„Þetta lítur sæmilega út. Auðvitað finnur maður fyrir þessu, en það þýðir ekkert væl. Næsti leikur við KR er sá stærsti á tímabilinu og þá mætir maður til leiks sama þótt maður væri með fótlegginn í gifsi," segir Kristrún.Það kom til umræðu að Kristrín myndi hvíla fyrir leik tvö en hún sjálf tók það ekki í mál. Kristrún hefur spilað alla leiki Hauka hér á landi frá því haustið 2004. Leikurinn í kvöld verður hennar 163. meistaraflokksleikur í röð í mótum á vegum KKÍ. Kristrún hefur enn fremur leikið alla 28 leiki Hauka í sögu úrslitakeppninnar.Þrjóskan hefur vinningin en ekki skynseminHún hefur því leitað allra leiða til að ná sér góðri. „Það var allt reynt, farið í sjúkraþjálfun, reyndar óhefðbundar lækningar, farið í heita pottinn, teknar inn bólgueyðandi og verkjatöflur og hvílt sig. Jafnvel farið með faðir vorið. Maður má bara ekki missa af leiknum," segir hún í gamansömum tón.Þetta er samt langt frá því að vera draumaaðstaða og Kristrún veit að hún er að ganga á móti ráðum sjúkraþjálfara með því að spila þessa leiki. „Ef þetta væri núna á miðju tímabili þá mætti ég ekki spila. En tímabilið er að klárast og þá er nægur tími til að hvílast. Ekki núna. Núna verður spilaður körfubolti og barist til loka. Þannig það er klárlega þrjóskan sem hefur vinningin ekki skynsemin. Hún kemur seinna," segir Kristrún.Þessi leikur ræðst á fráköstunumEn aftur af leiknum. Hvað þarf Haukaliðið að gera í kvöld til þess að kristrún fái að handleika Íslandsmeistarabikarinn?„Við þurfum að spila góða vörn og ná að stoppa Hildi sem er búinn að vera frábær. Við verðum að reyna að láta boltann rúlla vel og hitta betur en í síðustu leikjum," segir Kristrún en liðin ættu að gjörþekkja hvort annað enda að mætast í tíunda sinn á tímabilinu.„Við þekkjumst vel og það á ekki neitt að koma okkur á óvart frekar en þeim. Núna er bara spurning um að spila sinn leik. Það eru frábærir leikmenn í KR liðinu sem við verðum að stoppa. En við höfum einnig frábært lið. Þetta snýst um dagsformið og hverjar vilja þetta meira. Ég held það verði Haukaliðið," segir Kristrún og bætir við.„Þessi leikur ræðst á fráköstunum. Liðið sem tekur fleiri fráköst fær fleiri tækifæri til að skora. Því þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og rífa niður hvert einasta frákast," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira