Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið: „Verður mjög líkamlega erfið sería“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 09:25 Maté Dalmay telur að menn muni takast mjög hart á í úrslitaeinvíginu. getty / stöð 2 sport Körfuboltasérfræðingarnir í Lögmáli leiksins settust í sófann í gærkvöldi og fóru yfir úrslitaeinvígið sem framundan er milli Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers. Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers. NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Oklahoma City Thunder náði 68 sigrum, flestum af öllum liðum í deildinni í vetur og hefur unnið fjölda stórsigra á leið sinni í úrslitaeinvígið. Um er að ræða næstyngsta lið sem náð hefur inn í úrslitaeinvígið, leitt af ungu stjörnunni Shai Gilgeous-Alexander sem var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þá býr liðið einnig yfir mjög öflugri vörn og góðri breidd, með leikmenn á borð við Isaiah Hartenstein, Luguentz Dort og Alex Caruso. „Þessir hafa búið til feril úr því að vera óþægilegir. Þannig að þetta verður mjög líkamlega erfið sería“ sagði sérfræðingurinn Maté Dalmay. Indiana Pacers enduðu í fjórða sæti austurdeildarinnar með 50 sigurleiki. Liðið er á leið í úrslit í fyrsta sinn síðan um aldamótin. Á leið sinni þangað lagði liðið Bucks, topplið Cavaliers og síðan Knicks að velli. „Tyrese Haliburton er leikstjórnandinn og leiðtoginn í þessu liði en Pascal Siakam er samt valinn bestur“ sagði sérfræðingurinn Tómas Steindórsson um stjörnur Indiana sem munu þurfa að afkasta mikið. Klippa: Lögmál leiksins hitar upp fyrir úrslitaeinvígið Farið var yfir heilmargt fleira í upphituninni fyrir úrslitaeinvígið, sem má sjá hér fyrir ofan. Hörður Unnsteinsson, Maté Dalmay og Tómas Steindórsson höfðu allir eitthvað til málanna að leggja. Auk þáttastjórnandans Kjartans Atla Kjartanssonar sem stýrði umræðunni. Hér fyrir neðan má svo finna áhugaverða tölfræði sem Stöð 2 Sport tók saman fyrir úrslitaeinvígið. Shai Gilgeous-Alexander og Tyrese Haliburton eru leikstjórnendur liðanna. Haliburton hefur verið einkar hittinn fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni. Haliburton leggur meira upp fyrir liðsfélagana en Shai skorar töluvert meira sjálfur. Pascal Siakam hefur verið stórkostlegur fyrir Pacers og Jalen Williams hefur verið litlu síðri fyrir Thunder. Framherjarnir Myles Turner og Chet Holmgren munu takast á undir körfunni og fyrir utan. Holmgren hefur gripið fleiri fráköst í úrslitakeppninni. Turner hefur skotið töluvert betur. Þrír mikilvægir varnarmenn OKC. Munu takast á við öfluga aukaleikara Pacers.
NBA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira