NBA í nótt: Fimmti heimasigur Knicks í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2009 09:12 Nate Robinson átti góðan leik fyrir New York í nótt. Nordic Photos / Getty Images New York Knicks vann sinn fimmta heimasigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann Atlanta Hawks, 112-104, í nótt. Nate Robinson átti enn einn stórleikinn og skoraði 24 stig í leiknum, þar af 20 í síðasta fjórðungnum og átti þar með stærstan þátt í sigri New York. Hann skoraði átta stig í röð fyrir Knicks þegar að liðið komst í 96-85 forystu þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Marvin Williams var með 28 stig og Josh Smith 26 fyrir Atlanta. Philadelphia vann Houston, 95-93. Andre Iguodala skoraði sigurkörfuna þegar hálf mínúta var til leikslokia en alls var hann með 20 stig í leiknum. Philadelphia var á tíma fjórtán stigum undir í leiknum. Tracy McGrady var með 24 stig í leiknum, Luis Scola átján og tíu fráköst. Þetta var þriðji tapleikur Houston í síðustu fjórum leikjum liðsins. Boston vann Sacramento, 119-100. Eddie Houst skoraði 28 stig í leiknum og setti niður átta þrista sem er persónulegt met hjá honum. Rajon Rondo var með 24 stig og níu stoðsendingar en þetta var níundi sigur Boston í röð. Hins vegar var þetta sjöunda tap Sacramento í röð. Miami vann Washington, 93-71. Dwyane Wade var með fjórtán stig í leiknum, níu fráköst og níu stoðsendingar en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann. Daequan Cook og Michael Beasley voru stigahæstir hjá Miami með sextán stig hvor. Indiana vann Milwaukee, 107-99. TJ Ford var með 34 stig í leiknum og Jarrett Jack fjórtán. Charlie Villanueva skoraði 28 fyrir Milwaukee. Detroit vann Minnesota, 98-89. Rasheed Wallace var með 25 stig og tíu fráköst. Allen Iverson bætti við nítján stig og Antonio McDyess fjórtán og tíu fráköstum. New Orleans vann Denver, 94-81. Peja Stojakovic skoraði 26 stig og Devin Brown átján. Chris Paul var með tólf stig og tíu stoðsendingar. Oklahoma City vann Memphis, 114-102. Kevin Durant var með 35 stig og Jeff Green 23 en hann setti niður fimm þrista í leiknum. Toronto vann New Jersey, 107-106. Jose Calderon var með sautján stig og ellefu stoðsendingar en Devin Harris hefði getað tryggt New Jersey sigurinn með körfu í blálokin. Það geigaði hins vegar. Anthony Parker var með 21 stig fyrir Toronto og Chris Bosh átján. Dallas vann Golden State, 117-93. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas sem kláraði leikinn í öðrum leikhluta er þeir Dirk Nowitzky og Josh Howard tóku til sinna mála. Chicago vann LA Clippers, 95-75. Luol Deng var með 23 stig í leiknum og Derrick Rose 21. Eric Gordon skoraði nítján stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
New York Knicks vann sinn fimmta heimasigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann Atlanta Hawks, 112-104, í nótt. Nate Robinson átti enn einn stórleikinn og skoraði 24 stig í leiknum, þar af 20 í síðasta fjórðungnum og átti þar með stærstan þátt í sigri New York. Hann skoraði átta stig í röð fyrir Knicks þegar að liðið komst í 96-85 forystu þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Marvin Williams var með 28 stig og Josh Smith 26 fyrir Atlanta. Philadelphia vann Houston, 95-93. Andre Iguodala skoraði sigurkörfuna þegar hálf mínúta var til leikslokia en alls var hann með 20 stig í leiknum. Philadelphia var á tíma fjórtán stigum undir í leiknum. Tracy McGrady var með 24 stig í leiknum, Luis Scola átján og tíu fráköst. Þetta var þriðji tapleikur Houston í síðustu fjórum leikjum liðsins. Boston vann Sacramento, 119-100. Eddie Houst skoraði 28 stig í leiknum og setti niður átta þrista sem er persónulegt met hjá honum. Rajon Rondo var með 24 stig og níu stoðsendingar en þetta var níundi sigur Boston í röð. Hins vegar var þetta sjöunda tap Sacramento í röð. Miami vann Washington, 93-71. Dwyane Wade var með fjórtán stig í leiknum, níu fráköst og níu stoðsendingar en hvíldi þó allan fjórða leikhlutann. Daequan Cook og Michael Beasley voru stigahæstir hjá Miami með sextán stig hvor. Indiana vann Milwaukee, 107-99. TJ Ford var með 34 stig í leiknum og Jarrett Jack fjórtán. Charlie Villanueva skoraði 28 fyrir Milwaukee. Detroit vann Minnesota, 98-89. Rasheed Wallace var með 25 stig og tíu fráköst. Allen Iverson bætti við nítján stig og Antonio McDyess fjórtán og tíu fráköstum. New Orleans vann Denver, 94-81. Peja Stojakovic skoraði 26 stig og Devin Brown átján. Chris Paul var með tólf stig og tíu stoðsendingar. Oklahoma City vann Memphis, 114-102. Kevin Durant var með 35 stig og Jeff Green 23 en hann setti niður fimm þrista í leiknum. Toronto vann New Jersey, 107-106. Jose Calderon var með sautján stig og ellefu stoðsendingar en Devin Harris hefði getað tryggt New Jersey sigurinn með körfu í blálokin. Það geigaði hins vegar. Anthony Parker var með 21 stig fyrir Toronto og Chris Bosh átján. Dallas vann Golden State, 117-93. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas sem kláraði leikinn í öðrum leikhluta er þeir Dirk Nowitzky og Josh Howard tóku til sinna mála. Chicago vann LA Clippers, 95-75. Luol Deng var með 23 stig í leiknum og Derrick Rose 21. Eric Gordon skoraði nítján stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira