Bjarki: Það er ekki langt í að ég gangi af göflunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2009 00:01 Bjarki Sigurðsson. Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum. Olís-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum.
Olís-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum