Nú er ljóst að Skotinn Andy Murray nær ekki að verja titil sinn á Cincinnati Masters-mótinu eftir að hann beið lægri hlut gegn Svisslendingnum Roger Federer í tveimur settum.
Vonir Murray um að ná sálrænni yfirhönd yfir Federer fyrir Opna-bandaríska Meistaramótið sem hefst í lok ágúst urðu að engu en Federer vann Murray í úrslitaleik mótsins í fyrra.
Federer mætir annað hvort Rafael Nadal eða Novak Djokovic í úrslitaleik Cincinnati Masters-mótsins.