Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í Iceland Express deild kvenna, 77-63, í Stykkishólmi.
Haukar voru með yfirhöndina allan leikinn en staðan í hálfleik var 45-30, Haukum í vil.
Heather Ezell fór mikinn í liði Hauka og skoraði 32 stig en stigahæst hjá Snæfelli var Gunnhildur Gunnarsdóttir með nítján stig.
Haukar fóru þar með upp í átta stig í deildinni en Snæfell er enn með sex. Haukar eru í fimmta sæti deildarinnar en Snæfell því sjötta.