Um helgina lauk Getraunaleik Vísis þar sem tippað var á rétt úrslit í ensku úrvalsdeildinni.
Vísis kann öllum þeim sem tóku þátt bestu þakkir fyrir en sigurvegarinn var Ólafur Jón Guðmundsson. Hann hlaut alls 23 stig og fær að launum gjafabréf frá Iceland Express.
Í öðru sæti varð Einar Ágúst Gíslason með 22 stig. Hann hlýtur gjafabréf að verðmæti 15 þúsund króna á veitingahúsinu Einar Ben.
Sigurvegurunum óskum við innilega til hamingju.