Umfjöllun: Stjörnustúlkur léku á alls oddi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júní 2009 22:30 Úr leik Stjörnunnar og Vals síðasta sumar. Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Stjarnan skaust upp að hlið Vals og Breiðabliks á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með frábærum 1-4 sigri gegn KR á KR-vellinum. Stjörnustúlkur voru að spila einn sinn besta leik í sumar og sýndu og sönnuðu að þær ætla sér að vera með í spennandi toppbaráttu deildarinnar í sumar. Það tók liðin smá tíma að ná áttum á KR-vellinum í kvöld en mikil barátta og fljúgandi tæklingar voru úti um allan völl frá fyrstu mínútu leiksins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk fyrsta alvöru færið fyrir gestina á 11. mínútu þegar hún slapp inn fyrir vörn KR en missti boltann of langt frá sér þegar hún reyndi að leika á Írisi Dögg Gunnarsdóttur í marki KR. Gunnhildur Yrsa var hins vegar arkitektinn af næsta færi Stjörnunnar fimm mínútum síðar þegar hún galopnaði vörn KR með frábærri stungusendingu á Björk Gunnarsdóttur sem skoraði fyrir Stjörnuna með hnitmiðuðu skoti í markhornið neðst. KR-stúlkur voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og stuttu síðar átti Fjöla Dröfn flotta stungusendingu á Katrínu Ómarsdóttur sem skoraði af miklu öryggi framhjá Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Eftir jöfnunarmarkið ógnuðu Stjörnustúlkur meira, sér í lagi úr föstum leikatriðum, en Björk var einnig mjög lífleg í framlínunni og óþreytandi í að bjóða sig í lausu svæðin. KR-stúlkur áttu aftur á móti í erfiðleikum með að finna glufur á þéttum varnarmúr Stjörnustúlkna. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks náðu Stjörnustúlkur svo forystu á nýjan leik með marki Guðríðar Hannesdóttur en markið var fremur skondið. Guðríður virtist vera að hreinsa boltann fram völlinn þegar hún var rétt komin yfir miðjulínuna en Íris Dögg í marki KR misreiknaði sig illilega og boltinn skoppaði yfir hana og í markið. Staðan var 1-2 fyrir Stjörnuna í hálfleik og atvikið eflaust til þess að slá KR-stúlkur út af laginu því þær fundu sig illa í seinni hálfleik. Stjarnan hélt þá aftur á móti uppteknum hætti og Björk var nálægt því að bæta við þriðja markinu á 54. mínútu en skot hennar fór í slá. Tveimur mínútum síðar kom þó þriðja markið hjá Stjörnunni. Eyrún Guðmundsdóttir átti aukaspyrnu utan af kanti og boltinn endaði í netinu eftir klafs í teignum og Stjörnustúlkur því í vænlegri stöðu. KR-stúlkur fengu ágætt færi til þess að minnka muninn á 62. mínútu þegar Mist Edvardsdóttir átti fínt skot úr opnu færi en Sandra var vel á verði í markinu. Á 75. mínútu kom fjórða markið hjá Stjörnunni þegar Gunnhildur Yrsa kórónaði góðan leik sinn með marki eftir hornspyrnu og reyndist það síðasta mark leiksins. Valur, Breiðablik og Stjarnan eru efst og jöfn með 23 stig úr tíu leikjum en Íslandsmeistarar Vals eru með lang hagstæðustu markatöluna.Tölfræðin:KR - Stjarnan 1-4 0-1 Björk Gunnarsdóttir (16.) 1-1 Katrín Ómarsdóttir (20.) 1-2 Guðríður Hannesdóttir (42.) 1-3 Eyrún Guðmundsdóttir (56.) 1-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (75.) KR-völlur, áhorfendur ???? Skot (á mark): 7-14 (4-10) Varin skot: Íris Dögg 5 - Sandra 3 Horn: 3-7 Aukaspyrnur fengnar: 16-15 Rangstöður: 4-7KR (4-5-1) Íris Dögg Gunnarsdóttir Rebekka Sverrisdóttir Guðný Guðleif Einarsdóttir (65., Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir) Lilja Dögg Valþórsdóttir Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg Fjöla Dröfn Friðriksdóttir Mist Edvardsdóttir Kristín Sverrisdóttir Katrín Ásbjörnsdóttir (84., Guðrún Ólöf Olsen) Katrín Ómarsdóttir Hrefna Huld JóhannsdóttirStjarnan (4-5-1) Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (75., Karen Sturludóttir) Edda María Birgisdóttir (70., Helga Franklínsdóttir) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (84., Íris Ósk Valmundsdóttir) Björk GunnarsdóttirÚrslit annarra leikja og markaskorarar (heimild: fótbolti.net) ÍR 0-4 Þór/KA 0-1 Rakel Hönnudóttir 0-2 Vesna Smiljcovic 0-3 Mateja Zver 0-4 Mateja ZverGRV 1-4 Fylkir 0-1 Danka Podovac ('20) 0-2 Anna Sigurðardóttir ('45) 0-3 Anna Sigurðardóttir ('51) 0-4 Anna Sigurðardóttir ('60) 1-4 Linda Ósk Kjartansdóttir ('90)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira