Framtíðin Þorsteinn Pálsson skrifar 24. október 2009 06:00 Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap. Sú ólýðræðislega staða er uppi á teningnum að VG er eins og Þrándur í Götu þess að vilji meirihluta Alþingis fái notið sín á þessu sviði. Það gæti dregið endurreisnina á langinn. Þjóðin er að tapa á því að breiðara pólitískt samstarf fær ekki notið sín á þessu sviði. Annað dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining lýtur að skattamálum. Þar ræður hugmyndafræði VG ferðinni. Hún mun leiða til þess að óhjákvæmileg ný tekjuöflun mun draga úr verðmætasköpun og hagvexti. Vera má að þarna endurspeglist fremur gamlar kreddur en bjargföst hugmyndafræði. Einu gildir. Þessi veruleiki seinkar endurbata í þjóðarbúskapnum og veikir vörnina fyrir norræna velferðarkerfið. Af þessu má draga lærdóm. Hann er fyrst og fremst sá að óskynsamlegt er að ala á hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er ekki til staðar í þeim mæli sem haldið er fram. Að þessu þurfa forystumenn beggja megin víglínunnar að gæta. Sundurlyndið er skaðlegt við ríkjandi aðstæður. Kjarni málsins er sá að hugmyndafræðilegar forsendur eru fyrir breiðari pólitískri samvinnu. Hún mun skila meiri árangri. Hugmyndafræði framtíðarinnar er mikilvægari en skotgrafir fortíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Tengdar fréttir Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. 24. október 2009 06:00 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þótt hugmyndafræðilegur ágreiningur sé í reynd minni en látið er í veðri vaka er hann eigi að síður til staðar. Hann kemur til að mynda fram í ólíkum hugmyndum til stóriðju. Þar greinir menn á um náttúruvernd en þó öllu meir um hlutverk erlendra fjárfesta í íslenskum þjóðarbúskap. Sú ólýðræðislega staða er uppi á teningnum að VG er eins og Þrándur í Götu þess að vilji meirihluta Alþingis fái notið sín á þessu sviði. Það gæti dregið endurreisnina á langinn. Þjóðin er að tapa á því að breiðara pólitískt samstarf fær ekki notið sín á þessu sviði. Annað dæmi um hugmyndafræðilegan ágreining lýtur að skattamálum. Þar ræður hugmyndafræði VG ferðinni. Hún mun leiða til þess að óhjákvæmileg ný tekjuöflun mun draga úr verðmætasköpun og hagvexti. Vera má að þarna endurspeglist fremur gamlar kreddur en bjargföst hugmyndafræði. Einu gildir. Þessi veruleiki seinkar endurbata í þjóðarbúskapnum og veikir vörnina fyrir norræna velferðarkerfið. Af þessu má draga lærdóm. Hann er fyrst og fremst sá að óskynsamlegt er að ala á hugmyndafræðilegum ágreiningi sem er ekki til staðar í þeim mæli sem haldið er fram. Að þessu þurfa forystumenn beggja megin víglínunnar að gæta. Sundurlyndið er skaðlegt við ríkjandi aðstæður. Kjarni málsins er sá að hugmyndafræðilegar forsendur eru fyrir breiðari pólitískri samvinnu. Hún mun skila meiri árangri. Hugmyndafræði framtíðarinnar er mikilvægari en skotgrafir fortíðarinnar.
Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. 24. október 2009 06:00
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar