NBA í nótt: Cleveland tryggði sér heimavallarréttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2009 10:14 LeBron James segir sínum mönnum til í leiknum í nótt. Nordic Photos / AFP Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu. NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu.
NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira