Bandaríkjamaðurinn Ricky Barnes er með forystuna á opna bandaríska meistaramótinu í golfi eftir tvo hringi.
Barnes er samtals á átta höggum undir pari en hann lék á 65 höggum á öðrum keppnisdegi. Hann er með eins höggs forystu á landa sínum, Lucas Glover.
Mike Weir var með forystu eftir fyrsta hring og er þriðji á sex höggum undir pari samtals.
Þrír kylfingar koma svo næstir á þremur höggum undir pari, þeirra á meðal er David Duval.
Tiger Woods komst naumlega í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 69 höggum í dag og er samtals á þremur höggum yfir pari.
Barnes með forystu á Bethpage
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn