Fram vann rétt í þessu góðan 30-27 sigur gegn tyrkneska liðinu Anadolu University í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Challenge Cup í Tyrklandi.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun. Ásta Birna Gunnarsdóttir var markahæst hjá Fram með 10 mörk en Stella Sigurðardóttir skoraði 6 mörk.
Þá varð Íris Björk Simonardóttir mjög vel í markinu samkvæmt heimasíðu Fram eða í kringum 20 skot.