Leikstjórnandinn Derek Fisher hjá LA Lakers hefur fengið nálgunarbann á konu sem haldin er þeirri ranghugmynd að hún sé eiginkona hans.
Konan hefur lengi áreitt leikmanninn með tölvupóstum, bréfum og tilkynningum á samskiptasíðum á netinu og hefur breytt eftirnafni sínu í Fisher.
Í réttargögnum kemur fram að Fisher sé orðinn hræddur við konuna, en hann segist aldrei hafa hitt hana á ævi sinni.
Fisher er nú í eldlínunni með LA Lakers í úrslitakeppninni í NBA. Liðið varð í nótt sem leið annað liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð með því að vinna einvígi sitt við Utah 4-1. Lakers mætir Houston eða Portland í næstu umferð.