Tiger gæti keppt síðar í mánuðinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2009 20:05 Tiger Woods skellti sér á leik Boston og Orlando í NBA-deildinni í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images Ekki er útilokað að Tiger Woods muni keppa í golfi á ný síðar í þessum mánuði eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Woods keppti síðast á opna bandaríska meistaramótinu sem hann sigraði á þó svo að hann ætti við erfið meiðsli að stríða og væri greinilega kvalinn. Hann ætlar sér að taka eitt mót fyrir í einu og sjá til. „Best væri að koma aftur án nokkurra vandkvæða og keppa á hverju einasta móti," sagði Woods. „En þar sem við hjónin eigum von á öðru barni ætla ég að taka eitt mót fyrir í einu." Woods sagði enn fremur að endurhæfingin sín eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi gengið vel. „Ég get beitt mér á fullu á æfingum og er þetta bara spurning um að koma mér aftur í leikform. Margir hafa líka spurt mig hvort sveiflan mín hafi eitthvað breyst eftir allt saman en svo er ekki." Hann sagði enn fremur að sér liði miklu betur eftir aðgerðina og að það væri góð tilfinning að geta beitt sér án þess að finna fyrir meiðslunum. Woods stefnir fyrst og fremst að keppa á Masters-mótinu í apríl næstkomandi. Það eru líkur á því að hann keppi á móti í Tucson síðar í mánuðinum en þó líklegra ekki fyrr en á móti í Miami í næsta mánuði. Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ekki er útilokað að Tiger Woods muni keppa í golfi á ný síðar í þessum mánuði eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Woods keppti síðast á opna bandaríska meistaramótinu sem hann sigraði á þó svo að hann ætti við erfið meiðsli að stríða og væri greinilega kvalinn. Hann ætlar sér að taka eitt mót fyrir í einu og sjá til. „Best væri að koma aftur án nokkurra vandkvæða og keppa á hverju einasta móti," sagði Woods. „En þar sem við hjónin eigum von á öðru barni ætla ég að taka eitt mót fyrir í einu." Woods sagði enn fremur að endurhæfingin sín eftir aðgerð sem hann gekkst undir á hné hafi gengið vel. „Ég get beitt mér á fullu á æfingum og er þetta bara spurning um að koma mér aftur í leikform. Margir hafa líka spurt mig hvort sveiflan mín hafi eitthvað breyst eftir allt saman en svo er ekki." Hann sagði enn fremur að sér liði miklu betur eftir aðgerðina og að það væri góð tilfinning að geta beitt sér án þess að finna fyrir meiðslunum. Woods stefnir fyrst og fremst að keppa á Masters-mótinu í apríl næstkomandi. Það eru líkur á því að hann keppi á móti í Tucson síðar í mánuðinum en þó líklegra ekki fyrr en á móti í Miami í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira