Á leið til Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 4. febrúar 2009 00:01 Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því er aflétt þeirri hindrun sem stjórnarskrá setur í veg aðildarferlisins að óbreyttu, þar sem þörf er á samþykki tveggja þinga með kosningum á milli til að stjórnarskrá verði breytt. Þegar þessar breytingar verða gengnar í gegn mun unnt að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðild að Evrópusambandinu í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu og fara mun fram um aðildarsamninginn sjálfan. Hér er því tryggt að af aðild geti orðið fljótlega á næsta kjörtímabili ef vilji ríkisstjórnar stendur til aðildar. Samfylkingin mun leggja höfuðáherslu á aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttu næstu mánaða, enda þar um að ræða brýnasta hagsmunamál íslensks almennings jafnt í bráð og lengd. Þessi niðurstaða í verkefnaskránni er sérstakt fagnaðarefni, enda leit að óbreyttu út fyrir að þessir vankantar á stjórnarskránni gætu tafið aðildarferlið út næsta kjörtímabil. Það er einnig vert að hafa í huga að VG er samkvæm sjálfum sér, enda hefur af hálfu forystumanna VG verið lögð höfuðáhersla á að þjóðin eigi að hafa lokaorð um það hvort af aðild að Evrópusambandinu verði og að ekki eigi að leggja ómálefnalegar hindranir eða vegartálma í þá leið. Sú málefnalega afstaða er hróss verð. Sjálfstæðisflokkurinn stendur eftir sem nátttröll í Evrópuumræðunni. Flokkurinn er ófær um stefnumörkun og líður fyrir innbyrðis ósætti milli þjóðrembumanna í heimastjórnararminum og hinnar víðsýnni en valdalitlu miðju í flokknum. Samfylkingin hefur reynt að reka þennan marghöfða þurs til verka í Evrópumálum á undanförnum mánuðum, en þar hefur lítið miðað. Íslensk fyrirtæki og heimili búa við óvissu og erfiðleika, sem verða erfiðari því lengur sem aðildarumsókn að Evrópusambandinu tefst. Það er þjóðarnauðsyn að ná víðtækri samstöðu um aðildarumsókn strax að loknum kosningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna eru tekin mikilvæg skref í átt til aðildar að Evrópusambandinu. Breytingar verða gerðar á stjórnarskrá sem gera kleift að breyta stjórnarskránni með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því er aflétt þeirri hindrun sem stjórnarskrá setur í veg aðildarferlisins að óbreyttu, þar sem þörf er á samþykki tveggja þinga með kosningum á milli til að stjórnarskrá verði breytt. Þegar þessar breytingar verða gengnar í gegn mun unnt að breyta stjórnarskránni til samræmis við aðild að Evrópusambandinu í sömu þjóðaratkvæðagreiðslu og fara mun fram um aðildarsamninginn sjálfan. Hér er því tryggt að af aðild geti orðið fljótlega á næsta kjörtímabili ef vilji ríkisstjórnar stendur til aðildar. Samfylkingin mun leggja höfuðáherslu á aðild að Evrópusambandinu í kosningabaráttu næstu mánaða, enda þar um að ræða brýnasta hagsmunamál íslensks almennings jafnt í bráð og lengd. Þessi niðurstaða í verkefnaskránni er sérstakt fagnaðarefni, enda leit að óbreyttu út fyrir að þessir vankantar á stjórnarskránni gætu tafið aðildarferlið út næsta kjörtímabil. Það er einnig vert að hafa í huga að VG er samkvæm sjálfum sér, enda hefur af hálfu forystumanna VG verið lögð höfuðáhersla á að þjóðin eigi að hafa lokaorð um það hvort af aðild að Evrópusambandinu verði og að ekki eigi að leggja ómálefnalegar hindranir eða vegartálma í þá leið. Sú málefnalega afstaða er hróss verð. Sjálfstæðisflokkurinn stendur eftir sem nátttröll í Evrópuumræðunni. Flokkurinn er ófær um stefnumörkun og líður fyrir innbyrðis ósætti milli þjóðrembumanna í heimastjórnararminum og hinnar víðsýnni en valdalitlu miðju í flokknum. Samfylkingin hefur reynt að reka þennan marghöfða þurs til verka í Evrópumálum á undanförnum mánuðum, en þar hefur lítið miðað. Íslensk fyrirtæki og heimili búa við óvissu og erfiðleika, sem verða erfiðari því lengur sem aðildarumsókn að Evrópusambandinu tefst. Það er þjóðarnauðsyn að ná víðtækri samstöðu um aðildarumsókn strax að loknum kosningum. Höfundur er alþingismaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun